Útskriftarverkefni til BA prófs í Grafískri hönnun úr Listaháskóla Íslands.
Innan kerfis tóntákna (e. music symbols) mætist bæði hljóðræn- og myndræn upplifun. Þessi samsuða er það sem gerir þau að kjarna verkefnisins Falin tákn. Kerfið er einstakt því það er nær eingöngu hannað af tónskáldum. Það var því áhugavert að bregða táknum kerfisins undir grafíska smásjá enda hafa þau aldrei verið meðhöndluð út frá sviði hönnunar. Táknin voru endurhönnuð með það í huga að formin yrðu lýsandi fyrir hlutverk sitt og að saman yrðu þau myndræn heild. Verkefnið er atrenna til endurlífgunar lítið þekktra tákna sem standa á bak við langflesta tónlist en í mínum huga eru táknin lýsingarorð sem gefa tilfinningu tónlistar til kynna.
Leiðbeinendur:
Birna Geirfinnsdóttir
Lóa Auðunsdóttir
Ármann Agnarsson